top of page

Stjórn


Krikketsamband Íslands er stofnun áhugamanna um íþróttina og er skipulag starfsins í höndum sjálfboðaliða sem kjörnir eru í stjórn en þeir eru:

 • Formaður Bala Kamallakharan

 • Varaformaður Samuel Gill

 • Ritari David Cook

 • Gjaldkeri Lakmal Amaratunga

 • Landsliðsþjálfari Keenan Botha

 • Landsliðsfyrirliði (2021 og 2022) Lakmal Bandara

Liðin

Það eru fjögur starfandi keppnislið á Íslandi:

 

 • Reykjavík, nefndir „Víkingana“, en það var upphaflega stofnað sem „Kylfan“ árið 2000 og fyrirliðinn er Sadun Lankathilaka

 • Kópavogur, nefndir „Lundarnir“, stofnað 2015 og fyrirliðinn er David Cook

 • Hafnarfjörður, nefndir „Hammrarnir“, stofnað 2018 og fyrirliðinn er Samuel Gill

 • Vesturbær, nefndir „Eldfjallið“ og stofnað 2021 og fyrirliðinn er Sampath Kumar Nagarajan

 

Frá árinu 2000 hafa fimm lið til viðbótar starfað tímabundið: Stykkishólmur (2000-03), Tryggingarmiðstöðin (2001-02), Tata (2008), Seltjarnarnes (2018) og Garðabær (2018-20).

KEPPNIR

Fimm fastar innanlandskeppnir eru haldnar árlega:

 

 • Eldfjallaaskan (Askan), innanhússkeppni sem hóf göngu sína 2015. Kópavogur hefur sigrað Öskuna fjórum sinnum (2015,16,19 og 20) og Reykjavík tvisvar (2017 og 19).

 • Sumarsólstöðusexur, sex-manna liðakeppni, fyrst spiluð 2018. Garðabær hefur sigrað einu sinni (2018) og Reykjavík tvisvar (2019 og 20).

 • Íslenska úrvalsdeildin: T20 keppni, fyrsta deildarkeppnin haldin 2020 sem Kópavogur sigraði.

 • Sextíu bolta fellan: T10 keppni, fyrst spiluð 2020 og lauk með sigri Kópavogs.

 • Samuel Gill Bikarinn, sýningarkeppni milli úrvalsdeildarmeistara og pressuliðsins, fyrst 2020. Keppnin heitir í höfuðið á Samuel Gill, fyrrverandi stjórnarformanni Sambandsins sem lék í fyrstu landsliðskeppni Íslands 20 árum áður. Pressuliðið sigraði í þessari fyrstu keppni.

bottom of page