top of page

reglurnar

Krikketvöllurinn er afmarkaður með hvítri línu og hvítum fánum sem segja til um ytri mörk (e. boundary) vallarins. Í miðju vallarins er brautin (e. pitch) sem er afmörkuð hörð flöt 20 metra löng og 3 metra breið. Á hvorum enda brautar er vikmark (e.  wicket) búið til úr þremur viðarstúfum (e. stumps) sem eru tengdir að ofan með tveimur viðarsnúðum (e. bails).


Hvort lið er skipað 11 leikmönnum. Annað liðið er vallarlið sem tekur sér stöðu umhverfis brautina. Einn þeirra, kastarinn (e. bowler) kastar boltanum eftir brautinni í átt að vikmarkinu en kylfingurinn (e. batsman) sem tilheyrir kylfuliðinu reynir að slá boltann og afla stiga með hlaupum eftir brautinni.

 

Hvað gerir kylfuliðið (e. batting team)?

Tveir kylfingar taka sér stöðu við hvort vikmark. Kylfingurinn sem tekur á móti kastinu reynir að slá boltanum burt frá vallarliðinu svo þeim tveimur (kylfingunum) gefist ráðrúm til að safna stigum með hlaupum fram og aftur brautina, á milli marka. Hlaup milli marka í eina átt telst eitt hlaup og gefur eitt stig (e. run) og hlaup aftur tilbaka telst vera þar af leiðandi tvö stig og svo frv. Takist kylfingi að slá boltann útfyrir mörk vallarins gefur það 4 stig og ef þetta tekst án þess að boltinn snerti jörð teljast stigin 6.

 

 

Hvað gerir vallarliðið (e. fielding team)?

Verkefnin eru tvennskonar. Í fyrsta lagi þarf að koma í veg fyrir að kylfingurinn skori með því að ná boltanum og koma honum til baka að brautinni svo kylfingi takist ekki að hlaupa. Í öðru lagi þarf að fella kylfinginn (e. out). Til þess eru tíu aðferðir en af þeim eru fjórar algengastar: 

 

1.  Kastarinn hittir vikmarkið fyrir aftan kylfing og er honum vikið með kastviki (e. bowled).  

2. Kastarinn hæfir fótlegg kylfings fyrir framan markið og dómarinn (e. umpire) metur feril boltans svo að hann hefði hæft vikmarkið að öðrum kosti, og er honum vikið með fótviki (e. leg before wicket).  

3. Boltinn er gripinn án viðkomu við jörðu, gripvik (e. caught).  

4. Kylfingur er á hlaupum milli vikmarka og vallarmaður nær að kasta boltanum til baka og hæfa vikmarkið áður en kylfingurinn skilar sér þangað, hlaupvik (e. run out).

Hvernig er gangverk leiksins?

Annað liðið gegnir hlutverki kylfuliðs. Hitt liðið, vallarliðið kastar boltanum 120 sinnum, þ.e. 6 köst innan 20 hryna eða lota sem kallast lokur (e. overs).  Kylfuliðið reynir að skora sem flest stig með hlaupum en því eru settar skorður með þessum 20 lokum eða 10 brottvikningum þ.e. vikum (e. wickets).  Kylfingarnir eru 11 en þar sem 2 þarf til í hvert skipti sem kastað er nægir að víkja 10 til þess að liðið teljist brottvikið (e. all out). Þá kemur röðin að vallarliðinu sem tekur stöðu kylfuliðs og takmark þess er að ná stigafjöldanum sem fyrra liðið setti. Takmarkið verður að nást innan þeirra skorða sem eru settar af leiknum sem eru 20 lok eða áður en liðinu er á brott vikið með 10 vikum.

Stigataflan

Kylfuliðið hefur skorað 209 STIG (e. runs).

6 kylfingum hefur verið vikið, 6 VIK af 10 (e. wickets).
Vallarliðið hefur kastað 18
LOK (108 bolta)
Kylfuliðið hefur
TAKMARK 225 stig til sigurs
Í þessu dæmi þarf kylfuliðið 16 stig til sigurs en vallarliðið 4 vik
þ.e. þeir þurfa að víkja 4 kylfingum til sigurs)

IMG_2851.JPG
bottom of page